Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. desember 2014 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Falcao: Knattspyrnumenn ráða ekki hvert þeir fara
Radamel Falcao.
Radamel Falcao.
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao, framherjinn knái hjá Manchester United, var afar nálægt því að ganga til liðs við Real Madrid í sumar áður en hann fór að lokum á Old Trafford. Hann hefur nú tjáð sig um að knattspyrnumenn ráða ekki alltaf til hvaða félags þeir fara.

Framherjinn var afar eftirsóttur er hann var hjá Atletico Madrid og fór hann að lokum, þaðan, til Monaco. Hann meiddist hins vegar illa í ár og missti af síðari hluta tímabilsins í Frakklandi ásamt því að missa af HM í sumar.

Falcao segir að hann hafi áður viljað fara til eins félags bara til að enda hjá öðru.

,,Þú ræður ekki hvert þú ferð. Stundum brosi ég þegar fólk spyr mig afhverju ég fór til félagana sem ég hef verið hjá eða hvers vegna ég fór frá félögum, eins og ég ráði hvert ég fer."

,,Þú hefur afar sjaldan stjórn á því hvert þú ferð. Þig langar að fara á einn stað en endar á öðrum," sagði Falcao.
Athugasemdir
banner