fim 29. janúar 2015 18:30
Elvar Geir Magnússon
Af hverju er Southampton ekki með merki framleiðanda?
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Hlynur Júlíusson sendi inn spurninguna hér að neðan:

Ég er mjög forvitinn að vita af hverju Southampton er ekki með merki framleiðanda á íþróttafötum á treyjunum sínum, td. adidas, nike eða umbro?
Í lok síðasta tímabils tilkynnti Southampton að félagið myndi yfirgefa adidas sem framleiddi treyjur félagsins í eitt ár eftir að samningur við Umbro rann út. Eftir langar viðræður milli Southampton og adidas náðist ekki samkomulag.

Adidas búningurinn sem Southampton lék í var gagnrýndur af stuðningsmönnum sem margir hverjir voru ósáttir við að þeir voru ekki hinir hefðbundnu rauð/hvít röndóttu búningar liðsins heldur voru þeir nánast alrauðir með smá hvítu í.

Southampton tók þá ákvörðun að sjá um framleiðsluna á búningunum sjálft í allavega eitt tímabil. Orðrómur hefur verið í gangi um að félagið gæti snúið aftur í Umbro í nánustu framtíð.

Þetta er ekki einsdæmi. Crystal Palace tók svipaða ákvörðun fyrir nokkrum árum þegar félagið lét Acen hanna búninga sína án þess að þeir væru merktir framleiðanda.

Kveðja, Elvar Geir Magnússon
ritstjóri Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner