Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. janúar 2015 11:56
Elvar Geir Magnússon
Andri Adolphsson á leið í Val
Andri í leik á Skaganum.
Andri í leik á Skaganum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Skagamaðurinn Andri Adolphsson er á leið í raðir Vals en aðeins á eftir að skrifa undir svo það sé frágengið. Andri staðfesti þetta við Fótbolta.net áðan.

„Þetta er spennandi. Ég mætti á æfingu í fyrsta sinn hjá þeim í gær og þetta er flottur hópur," segir Andri en hann spilaði 15 leiki með ÍA þegar liðið komst upp úr 1. deildinni í fyrra.

„Ég vildi breyta um umhverfi og takast á við nýjar áskoranir. Mér finnst þetta rétta skrefið fyrir mig."

Andri er 22 ára kantmaður og hefur aðeins leikið með ÍA hér á landi, alls 97 leiki í deild og bikar og hefur hann skorað sex mörk í þeim.

Ólafur Jóhannesson var ráðinn þjálfari Vals eftir síðasta tímabil en hann hefur áður fengið Ingvar Kale, Baldvin Sturluson og Orra Sigurð Ómarsson á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner