banner
   fim 29. janúar 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Jó gæti verið á leið aftur til Danmerkur
Mynd: Getty Images
Dönsk lið hafa áhuga á Aroni Jóhannssyni sem hefur ekki gengið vel eftir meiðsli hjá AZ Alkmaar í hollensku deildinni.

Aron var markahæstur í Danmörku fyrir tveimur árum þegar hann var keyptur til Hollands þar sem hann skoraði 17 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá AZ. Á þessu tímabili er Aron búinn að gera 2 mörk í 9 leikjum.

Umboðsmaður Arons segir mjög ólíklegt að hann fari í janúar en félagsskipti í sumar séu ekki ólíkleg og talaði Aron sjálfur á svipuðum nótum.

,,Það eru ennþá nokkrir dagar eftir af félagsskiptaglugganum þannig að ég ætla ekki að útiloka félagsskipti," sagði Aron við RTV Noord-Holland.

,,Ég vil samt sanna fyrir þjálfaranum að ég er nægilega góður fyrir byrjunarliðið hér hjá AZ, ég á ekki heima á varamannabekknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner