fim 29. janúar 2015 08:39
Magnús Már Einarsson
Breiðablik samþykkir tilboð frá Lilleström í Árna Vill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, er á leið til norska félagsins Lilleström en félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum.

Árni var á reynslu hjá Lilleström á haustmánuðum og skoðaði aðstæður þar en Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins.

Á dögunum var Árni á reynslu hjá Groningen í Hollandi en nú liggur nokkuð ljóst fyrir að hann muni ganga í raðir Lilleström.

Árni, sem er U-21 árs landsliðsmaður, lék lykilhlutverk í liði Breiðabliks á síðustu leiktíð og skoraði hann meðal annars 10 mörk í 20 leikjum fyrir liðið í Pepsi-deildinni.

Hinn tvítugi Árni mun nú sjálfur ræða við Lilleström og gangast undir læknisskoðun og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann ganga í raðir norska liðsins á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner