Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. janúar 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Daníel Leó gerir sterkt tilkall til byrjunarliðssætis
Daníel er efnilegur vinstri bakvörður.
Daníel er efnilegur vinstri bakvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson fór á reynslu til Álasunds í Noregi síðasta haust og sagði Jan Jönsson, þáverandi þjálfari liðsins, leikmanninn ekki nógu góðan.

Hinn 19 ára Daníel kom samt til félagsins þar sem Jan tók við Halmstad í Svíþjóð. Harald Olav Aabrekk tók þá við Álasundi en hann var sá sem mælti með Daníeli til að byrja með.

,,Ég skoðaði hann í leikjum með íslenska landsliðinu og Grindavík þegar ég starfaði sem njósnari. Hann er sniðugur leikmaður," sagði Aabrekk.

,,Hann lærir mjög hratt og er í betra formi en ég bjóst við, þarf bara að bæta hraðan. Hann er búinn að taka mögnuðum framförum frá komu sinni og gerir sterkt tilkall til byrjunarliðssætis."
Athugasemdir
banner
banner
banner