Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. janúar 2015 20:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: FIFA.com 
Kevin Strootman á leið í aðgerð
Kevin Strootman er í meiðslavandræðum.
Kevin Strootman er í meiðslavandræðum.
Mynd: Getty Images
Kevin Strootman, leikmaður Roma, er á leið í aðgerð á hné á morgun og mun ekki spila með liðinu næsta mánuðinn.

Strootman hefur verið að glíma við meiðsli á hné undanfarið árið eftir að hafa slitið krossbönd. Hefur hann einungis komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu.

Komið hefur í ljós að Strootman er að glíma við eftirköst af krossbandaslitunum sem orsakar bólgur og verki í hnénu og þarf hann því að fara í aðgerð.

Þessi hollenski landsliðsmaður hefur verið sterklega orðaður við Manchester United undanfarna mánuði, en reikna má með að enska félagið fylgist grannt með meiðslum hans.
Athugasemdir
banner
banner