Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 29. janúar 2015 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Konoplyanka neitar að skrifa undir samning við Roma
Mynd: Getty Images
Greint var frá því að Yevhen Konoplyanka væri við það að ganga til liðs við AS Roma á Ítalíu eftir að félagið komst að samkomulagi við Dnipro um kaupverð á leikmanninum.

Ítalskir fréttamenn á vegum ANSA spjölluðu við Oleg Konoplyanka, föður Yevhen, og sagði hann son sinn ólíklegan til að skrifa undir.

,,Hann mun líklega ekki skrifa undir samninginn við Roma," sagði Oleg við ANSA.

,,Roma vill fá leikmanninn en sonur minn vill vera hjá Dnipro fram í júní og fara frá félaginu þá."

Yevhen fer á frjálsri sölu í sumar og vill Dnipro frekar selja hann í janúarglugganum, en óljóst er hvers vegna leikmaðurinn vill ekki fara fyrr en í sumar.

,,Hann vill vera áfram og spila út samninginn."

Konoplyanka er 25 ára gamall vinstri kantmaður sem hefur gert 8 mörk í 40 landsleikjum fyrir Úkraínu og var gríðarlega eftirsóttur af Liverpool fyrir ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner