Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. janúar 2015 12:12
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Staðfest á næstu dögum hvort Rasmus spili með KR
Bjarni reiknar fastlega með honum
Rasmus lék með ÍBV 2010-2012.
Rasmus lék með ÍBV 2010-2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus Christiansen er með samkomulag við KR um að hann getur samið við félag utan Íslands fram í fyrstu viku febrúar. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, reiknar hinsvegar fastlega með því að Rasmus spili með KR-ingum í sumar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en Rasmus æfir þessa dagana hjá Hönefoss í Noregi.

Bjarni segir að það sé aðeins hluti af endurhæfingu Danans sem er enn að jafna sig eftir krossbandsslit síðasta sumar. Hann muni hitta lækni í vikunni og koma svo til Íslands.

Íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja Rasmus vel en hann lék þrjú tímabil í hjarta varnarinnar hjá ÍBV við góðan orðstír.
Athugasemdir
banner
banner