fim 29. janúar 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Theodór Elmar hefur hafnað tveimur tilboðum
Theodór Elmar í landsleik.
Theodór Elmar í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kemur í Rand­ers Amtsa­vis að íslenski landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hafi hafnað tveimur tilboðum frá félögum utan Danmerkur á síðustu dögum. Vefsíða Morgunblaðsins greinir frá þessu.

Elmar hefur leikið afar vel með Randers sem er í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar en samningur hans rennur út eftir tímabilið og er honum frjálst að ræða við önnur félög.

„Þetta voru fín­ustu til­boð en ég fer ekki frá Rand­ers nema eitt­hvað virki­lega spenn­andi sé í boði," er haft eftir Elmari.

Randers vill halda Íslendingnum í sínum röðum en hann hefur leikið alla leiki Íslands í undankeppni EM sem hægri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner