Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 29. mars 2014 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Knattstjórnun
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Inga María Gunnarsdóttir
Mynd: Inga María Gunnarsdóttir
Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrirliði Barcelona sagði í nýlegu viðtali að knattstjórnunaræfingar væru algjör undirstaða leiksins að hans mati!

Leikmaður með góða knattstjórnun nýtur leiksins miklu betur hvar t.a.m. móttaka á bolta er með allt öðrum hætti en hjá leikmanni sem leggur ekki mikið upp úr slíkum æfingum.
Ef við myndum nota þá samlíkingu að hæfileikamótun leikmanna í fótbolta væri eins og að byggja hús, þá er knattstjórnun grunnurinn sem við byggjum aðra þætti út frá.

Grunnurinn verður að vera traustur og góður þannig að hægt sé að byggja flotta höll 
Allt það frábæra sem gerist í leiknum er þegar einhver er með boltann. Þannig að mikilvægi þess að þjálfa upp gott „touch“( eins sagt er á fótboltamáli) sem og samhæfingu, skottækni, færni til að rekja bolta og senda er algjört lykilatriði fyrir hvern og einn leikmann.

Þjálfum upp góðar venjur

Knattstjórnun kemur með því að æfa sig með bolta. Mikilvægt er að þjálfa upp færnina þannig að það sem þú ert að æfa verði þér svo eðlilegt að þú nánast framkvæmir það án þess að hugsa!

Allir frábærir leikmenn eru snillingar í knattstjórnun. Hvort sem það er Messi, Xavi, Ronaldo eða Gylfi Sigurðsson.

Þessir ofantöldu leikmenn hugsa ekki beint um knattstjórnun þegar þeir framkvæma hlutina. Þessi færni eru orðin þeim eiginleg og hefðbundin.
Þegar einhver ákveðin færni verður okkur svona eiginleg þá framkvæmum við hana í raun án þess að hugsa. Það er sú áskorun sem ég hvet alla metnargjarna leikmenn til að taka. Þjálfa knattstjórnunarfærni upp að því marki að hún verði „venja“ og þér eðlileg.

Margt af því sem við gerum á hverjum degi eru venjur eins og,,,, fara á internetið, bursta tennurnar o.frv. Við hugsum ekki mikið um þessa hluti þegar við framkvæmum þá.
Þessir hlutir verða að venjum og okkur eðlilegir hvar við framkvæmum þá svo oft. Hin mæti máttur endurtekningarinnar hvet ég alla að nota til að þjálfa upp góða færni í knattstjórnun.

Það gildir einu hversu gamall/gömul þú ert eða á hvaða getustigi þú ert nákvæmlega núna. Það er aldrei of seint að bæta leik sinn.

Fyrir þá sem vilja æfa sína knattstjórnun þá eru hér nokkur ráð.
1. Gefðu þér tíma á hverjum degi. Þú þarft ekki mikið pláss.
2. Notaðu hugmyndaflugið og sjáðu fyrir þér leikrænar aðstæður
3. Notaðu báða fætur og njóttu æfingarinnar 

Hér er myndband með Luis sem er leikmaður hjá Newcastle í Englandi hvar hann sýnir frábæra knattstjórnunar hæfileika. Smelltu hér til að sjá myndbandið..

Knattspyrnukveðjur, Heiðar Birnir Torleifsson – Coerver Coaching
Athugasemdir
banner
banner