sun 29. mars 2015 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Bale: Ég þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum
Gareth Bale hlustar ekki á gagnrýnina.
Gareth Bale hlustar ekki á gagnrýnina.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, sóknarmaður Real Madrid, segist ekkert þurfa að sanna fyrir neinum.

Walesverjinn skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Wales gegn Ísrael í undankeppni EM 2016 á dögunum, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Real Madrid undanfarnar vikur.

,,Ég þarf ekki að svara gagnrýnendunum," sagði Bale eftir leikinn gegn Ísrael.

,,Ég og allir í kringum mig vita hvað ég get gert. Stundum gengur vel og stundum gengur illa í fótbolta. Maður veðrur bara að hunsa það sem fólk segir um mann og svara fyrir sig inni á vellinum."

,,Mér finnst ég ekki þurfa að sanna neitt fyrir neinum. Ég þarf bara að spila minn fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner