Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 29. mars 2015 11:01
Arnar Geir Halldórsson
City og Chelsea berjast um Barkley - Falcao til Juventus
Powerade
50 milljón punda maður?
50 milljón punda maður?
Mynd: Getty Images
Koke virðist vera á leiðinni til Barca
Koke virðist vera á leiðinni til Barca
Mynd: Getty Images
Það er af nógu að taka í slúðrinu eins og alltaf á sunnudögum. BBC tók saman.



Man City og Chelsea vilja kaupa enska landsliðsmanninn Ross Barkley frá Everton en hann er verðmetinn á 50 milljónir punda. (Daily Star Sunday)

Man City er tilbúið að láta James Milner fara til Liverpool og kaupa Barkley í hans stað á 35 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Chelsea undirbýr 40 milljón punda tilboð í Raphael Varane, varnarmann Real Madrid. (Sun)

Radamel Falcao mun ganga í raðir Juventus þegar lánssamning hans hjá Man Utd lýkur ef eitthvað er að marka umboðsmann kappans. (Gazetta TV)

Arsenal hefur áhuga á Victor Wanyama, 23 ára miðjumanni Southampton og Aleksandar Mitrovic, tvítugum framherja Anderlecht. Talið er að félagið sé tilbúið að punga út samtals 30 milljónum punda fyrir þessa leikmenn. (Sun)

Newcastle mun eyða 60 milljónum punda í leikmannakaup næsta sumar en lykilmenn á borð við Cheick Tiote, Fabricio Coloccini og Tim Krul munu líklega yfirgefa félagið. Þá er Steve McClaren líklegastur til að taka við stjórnartaumunum á St.James´ Park. (Sunday Mirror)

Katarska knattspyrnufélagið Al Sadd staðfestir að Xavi, miðjumaður Barcelona, sé í viðræðum við félagið um að ganga til liðsins í sumar. (Al-Sadd)

Luis Enrique, stjóri Barcelona, er sagður klár með arftaka Xavi og er það enginn annar en Koke, leikmaður Atletico Madrid. (Sport)

Meira af Barcelona, en spænska stórveldið gæti fengið Glen Johnson, varnarmann Liverpool, til liðs við sig í sumar á frjálsri sölu. (Sport)

Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic mun ekki ganga í raðir Liverpool í sumar heldur vera áfram í herbúðum Inter samkvæmt umboðsmanni kappans. (Mail on Sunday)

Manuel Pellegrini, stjóri Man City, verður látinn taka poka sinn takist liðinu ekki að ná öðru af efstu tveim sætunum. (Sunday People)

Louis van Gaal, stjóri Man Utd, fær eina milljón punda í bónusgreiðslur takist honum að skila liðinu í Meistaradeildarsæti. (Daily Star Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner