Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. mars 2015 16:38
Arnar Geir Halldórsson
Higuain gæti yfirgefið Napoli í sumar
Búinn að gefast upp á ítalska boltanum?
Búinn að gefast upp á ítalska boltanum?
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain er ekki tilbúinn að eyða öðru ári hjá Napoli takist liðinu ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Napoli er í 5.sæti Serie A sem stendur og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og er argentíski framherjinn sagður tilbúinn að yfirgefa félagið til að spila í Meistaradeildinni.

,,Ég get ekki sagt mikið núna og þetta er ekki rétti tíminn til að svara þessari spurningu. Ég fer til Ítalíu í næsta mánuði og við munum ræða þessi mál", sagði faðir Higuain sem sér jafnframt um samningamál kappans.

Higuain hefur skorað 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu en liðið hefur valdið vonbrigðum og er talið að Rafa Benitez, stjóri félagsins, muni yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni.

Vitað er af áhuga meðal annars frá Englandi en bæði Liverpool og Arsenal hafa verið orðuð við þennan mikla markaskorara.
Athugasemdir
banner
banner