Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. mars 2015 09:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hodgson vill ekki setja pressu á Kane
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, þjálfari Englands er rólegur yfir Harry Kane en hann er á forsíðum allra blaða í Englandi fyrir frábæra frammistöðu á árinu.

Kane, leikmaður Tottenham skoraði sitt fyrsta landsleikjamark eftir að hafa komið af bekknum í 4-0 sigri liðsins á Litháen.

Kane gæti byrjað leikinn gegn Ítölum á þriðjudag þar sem Danny Welbeck og Raheem Sterling verða ekki með.

Hodgson vill hins vegar ekki setja of mikla pressu á Kane.

„Ef ég væri aðdáendi þá myndi ég öskra það sama og allir hinir en ég er með ábyrgð sem þjálfari. Ekki bara fyrir Harry Kane heldur fleiri leikmenn."

„Við viljum ekki setja of mikla pressu á hann. Hann er í langtíma plönunum okkar," sagði Hodgson.
Athugasemdir
banner
banner