Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. mars 2015 18:30
Alexander Freyr Tamimi
Hummels útilokar ekki að yfirgefa Dortmund í sumar
Hummels gæti yfirgefið Dortmund.
Hummels gæti yfirgefið Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, viðurkennir að hann gæti yfirgefið félagið í sumar.

Þessi 26 ára gamli miðvörður er talinn með betri varnarmönnum heims en hefur þó haldið tryggð við Dortmund undanfarin ár. Meðal annars hefur hann verið reglulega orðaður við Manchester United.

,,Ég hef rætt oft við forráðamenn Dortmund og ég veit að ég er stór hluti af liðinu," sagði Hummels við Kicker.

,,En ég á enn eftir að taka ákvörðun varðandi framtíð mína. Ég er að deila því vegna þess að ég er ekki hrifinn af þeim sem lofa því að vera um kyrrt, en hafa svo bakvið tjöldin gengið frá félagaskiptum í laumi."

,,Ég mun gera það sem er best fyrir minn feril og það sem ég vil gera. Það vita allir hversu mikið ég elska Dortmund, en ég vil líka vera fullviss um að ég sé hluti af sterku liði með öfluga leikmenn."

,,Hvort við förum í Meistaradeildina, Evrópudeildina eða spilum ekki Evrópubolta hefur ekki áhrif á ákvörðun mína."

Athugasemdir
banner
banner