Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. mars 2015 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Torres með falleg skilaboð til stuðningsmanna Liverpool
Torres og Luis Suarez klappa fyrir áhorfendum.
Torres og Luis Suarez klappa fyrir áhorfendum.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres sneri aftur á sinn gamla heimavöll, Anfield, þegar hann spilaði í góðgerðarleik Steven Gerrard í dag.

Spænski landsliðsmaðurinn átti frábæra tíma í treyju Liverpool á árunum 2007 til 2011, áður en hann fór til Chelsea fyrir 50 milljónir punda. Þar gekk honum ekki nærri jafn vel.

Ljóst er að Liverpool á enn stað í hjarta Torres miðað við hjartnæm skilaboð sem hann sendi á Instagram eftir góðgerðarleikinn. Þar þakkar hann stuðningsmönnum félagsins kærlega fyrir og segist hafa verið í skýjunum með að hafa heyrt þá syngja nafn sitt.

Torres er ennþá gríðarlega vel liðinn á Anfield, en hann spilar í dag með uppeldisfélaginu Atletico Madrid. Hér að neðan má sjá skilaboð hans.


Athugasemdir
banner