Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. mars 2015 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM - Úrslit: Portúgal vann Serbíu
Fabio Coentrao skoraði eitt og lagði upp annað.
Fabio Coentrao skoraði eitt og lagði upp annað.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var rétt í þessu að ljúka í undankeppni EM 2016.

Portúgal er komið aftur á topp I riðils eftir 2-1 sigur gegn Serbíu. Ricardo Carvalho kom Portúgölum yfir með frábærum skalla snemma leiks en Nemanja Matic jafnaði metin fyrir Serbíu á 61. mínútu.

Einungis tveimur mínútum síðar kom Fabio Coentrao þó heimamönnum yfir á ný og tryggði Portúgal 2-1 sigur.

Þá þurftu Pólverjar að sætta sig við svekkjandi 1-1 jafntefli við Írland og eru þeir nú bara með eins stigs forskot á Þýskaland á toppi D-riðils. Slawomir Peszko kom Pólverjum yfir eftir tæpan hálftíma og benti allt til þess að mark hans myndi duga til sigurs.

Shane Long jafnaði hins vegar metin fyrir Írland í uppbótartíma og tryggði þeim grænklæddu gríðarlega dýrmætt stig. Nú eru einungis þrjú stig á milli toppsætisins og fjórða sætisins í riðlinum.

en Pólverjar unnu 1-0 sigur gegn Írlandi. Það var Slawomir Peszko sem skoraði eina mark leiksins eftir tæpan hálftíma.

Þá gerðu Ungverjaland og Grikkland markalaust jafntefli í F-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner