Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. mars 2015 19:37
Alexander Freyr Tamimi
Úrslit helgarinnar í B-deild Lengjubikars - Ótrúlegur sigur ÍR
ÍR vann flottan sigur í dag.
ÍR vann flottan sigur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir fóru fram í B-deild Lengjubikarsins um helgina.

Í dag fór fram rosalegur leikur þegar Tindastóll mætti ÍR. Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson kom Tindastóli í 2-0 og þannig var staðan þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Þá hófst ótrúleg endurkoma ÍR-inga sem minnkuðu muninn þegar Styrmir Erlendsson skoraði. Andri Jónasson jafnaði í viðbótartíma og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Styrmir sigurmarkið.

Þá skoraði Einar Guðnason þrennu í 4-2 sigri Berserkja gegn Víði Garði, en Njarðvík vann svo 2-0 sigur gegn Sindra þökk sé tveimur mörkum frá Magnúsi Þór Magnússyni.

Berserkir 4 - 2 Víðir
1-0 Marteinn Briem ('1)
2-0 Einar Guðnason ('21)
3-0 Einar Guðnason ('59)
4-0 Einar Guðnarson ('60)
4-1 Helgi Þór Jónsson ('83)
4-2 Árni Gunnar Þorsteinsson ('85)

Tindastóll 2 - 3 ÍR
1-0 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson ('29)
2-0 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson ('62)
2-1 Styrmir Erlendsson ('86)
2-2 Andri Jónasson ('90)
2-3 Styrmir Erlendsson ('90)

Njarðvík 2 - 0 Sindri
1-0 Magnús Þór Magnússon ('20)
2-0 Magnús Þór Magússon ('28)

Athugasemdir
banner
banner