Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 29. mars 2016 20:23
Hafliði Breiðfjörð
skrifar frá Aþenu.
Arnór Ingvi: Reyni að nýta mínar mínútur
Borgun
watermark Arnór Ingvi  skorar í kvöld.
Arnór Ingvi skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum þegar Ísland vann 3-2 sigur gegn Grikklandi í vináttuleik í kvöld.

Arnór Ingvi hefur litið virkilega vel út í landsleikjunum sem spilaðir hafa verið frá því að undankeppni EM 2016 lauk og gerir hann sterkt tilkall til farseðils til Frakklands.

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

„Það kom sigurleikur núna, við náðum að klára þetta þarna í lokin. Mér fannst þetta spilast ágætlega, þeir skapa ekki rosalega mikið en uppskera samt tvö mörk. Það voru nokkur mistök sem við gerðum aftarlega á vellinum sem kosta okkur þetta en við náum að vinna okkur til baka, sem er mjög sterkt," sagði Arnór Ingvi við Fótbolta.net í Grikklandi að leik loknum.

Arnór Ingvi segist hafa sett sér það markmið að nýta mínúturnar sem hann fékk og að flestra mati gerði hann það og gott betur.

„Ég reyni að nýta mínar mínútur eins vel og ég get, ég reyni að leggja mig 100 prósent fram en svo get ég ekki gert meira," segir Arnór Ingvi sem telur EM-sætið þó alls ekki öruggt.

„Ég er ekki svo viss, það eru svo margir góðir leikmenn að maður verður bara að halda áfram að standa sig. Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, fyrir markið hefði ég getað sett hann en setti hann yfir markið, en ég náði að bæta það upp þarna tveimur mínútum seinna. Það var ákveðið en það eru þessar 45 mínútur sem ég fékk og ég reyndi að gera mitt besta þessar 45 mínútur, mér fannst ég hafa staðið mig ágætlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner