Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. mars 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að gefa ársmiðann sinn ef Chelsea selur Hazard
Hazard er lykilmaður hjá Chelsea.
Hazard er lykilmaður hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ray Wilkins, fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Chelsea, segist ætla að gefa ársmiða sinn á heimavöll félagsins ef kantmaðurinn Eden Hazard verður seldur í sumar.

Fjölmiðlar hafa verið að velta þeirri hugmynd fyrir sér að Hazard fari til Real Madrid í sumar fyrir 100 milljónir punda, en Madrídingar vilja bæta við sig stjörnuleikmanni þegar félagsskiptaglugginn opnar.

„Ég get ímyndað mér að herra Abramovich muni ekki einu sinni íhuga tilboð í hann," sagði Wilkins. „Þú getur ekki fundið annan leikmann í staðinn fyrir hann."

„Ef þeir selja hann, þá mun ég gefa ársmiðann minn. Hann er það mikilvægur," sagði Wilkins enn fremur.

Hazard hefur verið frábær fyrir Chelsea á þessu tímabili. Hann hefur leikið 26 leiki í deildinni og skorað í þeim 11 mörk, en Chelsea er með þægilegt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner