Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Aldís Kara ekki með FH í sumar
Aldís Kara Lúðvíksdóttir.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Aldís Kara Lúðvíksdóttir verður ekki með FH í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Aldís Kara hefur ekki æft með FH í vetur og hún hefur ákveðið að taka sér frí frá fótbolta.

Hin 23 ára gamla Aldís Kara er uppalin hjá FH en hún lék með Breiðabliki árin 2013-2015 og varð Íslandsmeistari síðasta árið með liðinu. Í fyrra gekk Aldís aftur í raðir FH þar sem hún spilaði sautján leiki í Pepsi-deildinni.

Samtals hefur Aldís Kara skorað 72 mörk í 122 deildar og bikarleikjum á ferli sínum.

„Það er alltaf eftirsjá af góðum leikmönnum og félögum. Málið var einfaldlega það að Aldís Kara fann ekki neistann og áhugann hjá sér þegar æfingar hófust aftur 1. nóvember. Við ákváðum í sameiningu að gefa henni fáeinar vikur í viðbót og sjá hvort áhuginn kæmi en svo reyndist ekki vera," sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH við Fótbolta.net í dag.

„Það er mikil skuldbinding að vera í liði í efstu deild kvenna og ef leikmaður hefur ekki áhuga á fótbolta er best fyrir alla að samstarfinu ljúki. Ég vil taka það fram að viðskilnaðurinn var í góðu."

„Við þökkuðum fyrir hennar framlag í fyrrasumar og óskuðum henni góðs gengis í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún styður bara stelpurnar úr stúkunni næsta sumar."

Athugasemdir
banner
banner