Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. mars 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Aron Sig: Ég mun jarða Viðar
Aron og Viðar fagna marki í leik með Fjölni sumarið 2015.  Þeir félagar mætast í norsku úrvalsdeildinni um helgina.
Aron og Viðar fagna marki í leik með Fjölni sumarið 2015. Þeir félagar mætast í norsku úrvalsdeildinni um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í norsku úrvalsdeildinni fer fram um helgina og þar er í uppsiglingu áhugavert einvígi tveggja íslenskra leikmanna í leik Tromsö og Brann.

Æskuvinirnir og uppöldu Fjölnismennirnir, Aron Sigurðarson og Viðar Ari Jónsson, mætast þar. Aron er vinstri kantmaður hjá Tromsö á meðan Viðar er í hægri bakverðinum hjá Brann.

„Þetta verður veisla. Ég ætla að bjóða hann velkominn til Tromsö. Ég er mjög spenntur," sagði Aron í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur Íslands á Írlandi í gær en bæði hann og Viðar spiluðu í þeim leik.

„Við erum æskuvinir. Ég hef spilað með honum lengi hjá Fjölni og verið með honum í landsliðsverkefnum. Það verður öðruvísi að spila á móti honum en það verður gaman."

Aron segir að það verði ekki gefin tomma eftir í baráttunni á sunnudaginn.

„Ég mun jarða hann," sagði Aron léttur. „Ég er spenntur. Vonandi byrjum við báðir. Við viljum báðir vinna einvígið við hvorn annan," sgaði Aron.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild en Aron byrjar að tala um leikinn við Viðar eftir 55 sekúndur.
Aron Sig: Geðveikt að fá smjörþefinn með þessum hóp
Athugasemdir
banner
banner
banner