Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. mars 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona: Bannið hjá Messi er ósanngjarnt
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur lýst yfir reiði sinni yfir leikbanni sem FIFA dæmdi Lionel Messi í síðdegis í gær.

Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann með landsliði Argentínu fyrir orð sem hann lét falla við aðstoðardómara í 1-0 sigri liðsins á Síle í síðustu viku.

Bannið hefur engin áhrif á Barcelona en þrátt fyrir það ákvað spænska félagið að senda frá sér yfirlýsingu í dag til stuðnings Messi.

„Við erum hissa og reið yfir þessum úrskurði," sagði Barcelona í yfirlýsingu í dag.

„Félagið telur að fjögurra leikja bann á Argentínumanninn sé ósanngjarnt og algjörlega óviðeigandi."

„Að lokum vill FC Barcelona lýsa yfir stuðningi við Leo Messi en hann er fyrirmynd í hegðun sinni bæðil innan sem utan vallar."


Messi tók fyrsta leikinn í banninu út í gærkvöldi þegar Argentína tapaði 2-0 gegn Bolivíu í undankeppni HM. Argentína er núna í 5. sæti í undankeppninni í Suður-Ameríku en fjögur efstu sætin gefa beint sæti á HM í Rússlandi.

Messi verður í banni í þremur af síðustu fjórum leikjum Argentínu í undankeppninni en hann nær lokaleiknum gegn Ekvador í haust.
Athugasemdir
banner
banner