Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. mars 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn efnilegasti leikmaður Króata ekki með gegn Íslandi?
Pjaca í leiknum í gær.
Pjaca í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Marko Pjaca, króatískur kantmaður Juventus, varð fyrir því óláni í gær að slíta krossband í vináttuleik gegn Eistlandi.

Þessi 21 árs gamli leikmaður þurfti að fara af velli í seinni hálfleiknum í mjög svo óvæntu 3-0 tapi Króata.

Hann er búinn að fara í skoðanir og ljóst er að hann verður frá í nokkra mánuði; hann mun ekki spila meira á þessu tímabili.

„Hann er með slitið krossband og þarf að fara í aðgerð. Hann verður frá í nokkra mánuði," segir í yfirlýsingu frá króatíska knattspyrnusambandinu.

Króatía mætir Íslandi í lykilleik í undankeppni HM í júní, nánar tiltekið þann 11. júní, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Það verður að teljsat ólíklegt að hinn efnilegi Pjaca muni taka þátt í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner