Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. mars 2017 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Hinn þýski Boxleitner sér um að hafa leikmenn klára gegn Króatíu
Icelandair
Sebastian Boxleitner er þrekþjálfari íslenska landsliðsins.  Hann fær það verkefni að passa upp á að þeir leikmenn sem fara í mánaðar frí fram að Króatíu leiknum í júní verði í toppformi.
Sebastian Boxleitner er þrekþjálfari íslenska landsliðsins. Hann fær það verkefni að passa upp á að þeir leikmenn sem fara í mánaðar frí fram að Króatíu leiknum í júní verði í toppformi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigurleik Íslands á Írlandi í Dublin í gærkvöldi er ljóst að allir, þjálfarar leikmenn og aðrir fara að huga að stórleiknum við Króatíu í undankeppni EM 2018 sem fer fram á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi.

Þeir leikmenn liðsins sem spila í ensku Championship deildinni gætu hafa verið í allt að mánaðarfríi þegar kemur að Króatíu leiknum.

„Við erum búnir að nýta þessa ferð í að skipuleggja það," sagði Heimir við Fótbolta.net eftir 0-1 sigur á Írlandi í Dublin í gær sem hann telur hafa verið mikilvægan undirbúning fyrir Króatíu leikinn.

„Núna tekur við að við að hugsa um Króatíuleikinn og þessi leikur var frábært innlegg í þann leik. Hann spilaðist eins og ég myndi halda að Króatíuleikurinn myndi spilast. Þarna voru leikmenn að stimpla sig vel inn og það verður bara hausverkur að velja 23 manna hóp í það verkefni," sagði Heimir.

Leikmennirnir eru þeir Aron Einar Gunnarsson (Cardiff), Birkir Bjarnason (Aston Villa), Ragnar Sigurðsson (Fulham), Jón Daði Böðvarsson (Wolves) og Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City).

Fjórir af þessum fimm leikmönnum hafa átt fast sæti í byrjunarliði Íslands undanfarin ár og ljóst að Heimir Hallgrímsson þarf að hafa program fyrir þá á þessum mánaðartíma. Hinn þýski Sebastian Boxleitner er þrekþjálfari íslenska landsliðsins og hann fær það verkefni að passa upp á að hafa alla klára í leikinn gegn Króatíu.

„Við erum búnir að skipuleggja fyrir þessa Championship leikmenn og þeirra undirbúningstímabil. Sebastian er yfirmaður í því öllu og þeir eru búnir að vinna það. Þetta verður einstaklingsvinna," sagði Heimir að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner