Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Ísland í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 25. apríl næstkomandi.

„Við vorum mjög nálægt því að klóra okkur áfram í efsta styrkleikaflokki. Það hefði getað skipt miklu máli ef við hefðum unnið Skota í leiknum sem við töpuðum (síðastliðið haust)," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Sigurvegarar í riðlunum sjö fara beint á EM en fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið frá Evrópu.

„Það er metnaður okkar að komast á Heimsmeistaramótið og við ætlum að gera það," sagði Freyr og benti einnig á að þrjár Evrópuþjóðir á HM 2019 komist á Ólympíuleikana árið 2020.

Fyrsti styrkleikaflokkur
Þýskaland
England
Noregur
Svíþjóð
Spánn
Sviss
Ítalía

Annar styrkleikaflokkur
Holland
Ísland
Skotland
Danmörk
Austurríki
Belgía
Rússland

Þriðji styrkleikaflokkur
Finnland
Úkraína
Wales
Rúmenía
Pólland
Tékkland
Írland

Fjórði styrkleikaflokkur
Portúgal
Serbía
Ungverjaland
Bosnía-Hersegóvína
Hvíta-Rússland
Slóvakía
Slóvenía

Fimmti styrkleikaflokkur
Norður-Írland
Króatía
Óljóst
Óljóst
Óljóst
Óljóst
Óljóst
Athugasemdir
banner
banner
banner