mið 29. mars 2017 13:38
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur kvenna: Tveir ungir nýliðar - Dagný ekki með
Hópurinn fyrir komandi verkefni.
Hópurinn fyrir komandi verkefni.
Mynd: KSÍ
Agla María er nýliði.
Agla María er nýliði.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ingibjörg Sigurðardóttir er nýliði.
Ingibjörg Sigurðardóttir er nýliði.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Dagný verður ekki með.
Dagný verður ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Slóvakíu og Hollandi í vináttuleikjum í byrjun apríl. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Hollandi í sumar.

Agla María Albertsdóttir, kantmaður úr Stjörnunni, og Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður úr Breiðabliki, eru nýliðar í hópnum að þessu sinni. Agla María er 17 ára gömul og Ingibjörg 19 ára.

„Þetta eru ungir og efnilegir leikmenn sem hafa verið að standa sig gríðarlega vel. Ekki bara í vetur heldur líka undir lok síðasta tímabils," sagði Freyr um Öglu og Ingibjörgu.

Hrafnhildur Hauksdóttir úr Val og Andrea Rán Hauksdóttir úr Breiðabliki koma einnig inn í hópinn frá því á æfingamótinu á Algarve á dögunum. Guðmunda Brynja Óladóttir er líka í hópnum en hún var kölluð inn á miðju móti í Algarve.

Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir meiddust báðar illa á hné á Algarve og verða ekki með í komandi leikjum.

Dagný Brynjarsdóttir dettur líka út úr hópnum frá því á Algarve vegna meiðsla sem og Thelma Björk Einarsdóttir. Hólmfríður Magnúsdóttir er einnig ennþá á meiðslalistanum. Þá dettur Arna Sif Ásgrímsdóttir úr hópnum frá því á Algarve.

„Dagný er ekki byrjuð að spila og hefur ekki náð að taka fleiri en eina æfingu i röð. Hún er í bataferli og þetta lítur ágætlega út en hún er samt sem áður töluvert frá því að geta spilað með landsliðinu. Markmið okkar hjá landslðinu og Portland Thorns er að hún geti tekið þátt í leikjum í lok apríl eða byrjun maí og verði í toppstandi fyrir landsliðsverkefni í byrjun júní," sagði Freyr um Dagnýju en hún tók lítinn þátt á Algarve mótinu þar sem meiðsli hafa verið að hrjá hana í alla vetur.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðablik)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)

Sóknarmenn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner