Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 29. mars 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Sara úr leik þrátt fyrir sigur
Sara Björk og liðsfélagar hennar í Wolfsburg eru úr leik.
Sara Björk og liðsfélagar hennar í Wolfsburg eru úr leik.
Mynd: Getty Images
Lyon 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Caroline Graham Hansen ('82 , víti )
Rautt spjald: Anna Blässe, Wolfsburg ('90 )

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í þýska liðinu Wolfsburg eru úr leik í Meistaradeildinni.

Þær mættu gríðarlega sterku liði Lyon í 8-liða úrslitum í kvöld, en um seinni leik liðanna var að ræða. Fyrri leikurinn, á heimavelli Wolfsburg, endaði með 2-0 sigri þeirra frönsku.

Það var því á brattann að sækja fyrir Wolfsburg í kvöld. Þær gerðu sér þó lítið fyrir og unnu með einu marki gegn engu. Caroline Graham Hansen gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 82. mínútu.

Þetta var þó ekki nóg fyrir Wolfsburg þar sem samanlagt fór einvígið 2-1 fyrir Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði 72 mínútur í leiknum og fékk gult spjald.

Barcelona, PSG og Lyon eru komin áfram í undanúrslit keppninnar. Það verður svo annað hvort Manchester City eða Fortuna Hjörring sem verður síðasta liðið áfram, en Man City vann fyrri leikinn, 1-0, með marki frá Carli Lloyd, bestu knattspyrnukonu í heimi.
Athugasemdir
banner
banner