Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. mars 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Er algjörlega á móti þessum vináttulandsleikjum
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er ekki kampakátur þessa daganna, eiginlega bara mjög ósáttur. Hann varð ekkert kátari við það þegar miðverðirnir Chris Smalling og Phil Jones meiddust í landsleikjatörninni.

Mourinho hefur verið duglegur að kvarta yfir leikjaálagi upp á síðkastið og því er hægt að gera ráð fyrir því að landsleikir á miðju tímabili heilli hann ekkert sérstaklega.

„Ég er algjörlega á móti vináttulandsleikjum á þessum tímapunkti," sagði Mourinho við Sky Sports. „Að mínu mati þá eru vináttulandsleikir aðeins skynsamlegir rétt áður en lokamótin hefjast."

Man Utd mætir West Brom á laugardaginn og Mourinho býst við mjög erfiðum leik þar.

„Ef þú berð ástand okkar saman við þeirra, þá voru þeir bara með einn leikmann að spila í landsliði. Þeir hafa haft tíma til að vinna, tíma til að hvíla sig og undirbúa. Þetta verður erfitt," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner