Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. mars 2017 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Matthías og félagar meistarar meistaranna
Matthías heldur áfram að gera góða hluti hjá Rosenborg.
Matthías heldur áfram að gera góða hluti hjá Rosenborg.
Mynd: Rosenborg
Brann 0 - 2 Rosenborg
0-1 Milan Jevtovic ('32 )
0-2 Tore Reginiussen ('90 )

Leikið var um ofurbikarinn svokallaða í Noregi í dag. Leikurinn er hluti af undirbúningstímabilinu, en þar mætast deildarmeistararnir og bikarmeistararnir í Noregi. Rosenborg vann tvöfalt í fyrra og mætti því liðinu sem lenti í öðru sæti deildarinnar, Brann.

Það eru Íslendingar á mála hjá báðum liðum, en aðeins annar þeirra tók þátt í leiknum. Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn hjá Rosenborg, en Viðar Ari Jónsson var ekki með Brann þar sem hann var að klára landsliðsverkefni með Íslandi.

Leikurinn í dag fór þannig að Rosenborg hafði betur. Milan Jevtovic skoraði fyrsta markið á 32. mínútu og varamaðurinn Tore Reginiussen bætti við öðru þegar lítið var eftir.

Rosenborg er því meistari meistarana þetta árið. Athygli vekur að Nicklas Bendtner byrjaði á bekknum hjá Rosenborg, en kom inn á þegar rúmur klukkutími var búinn af leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner