mið 29. mars 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pique um leikbann Messi: Algjört hneyksli
Pique er allt annað en sáttur.
Pique er allt annað en sáttur.
Mynd: Getty Images
Gerard Pique hefur komið liðsfélaga sínum hjá Barcelona, Lionel Messi, til varnar. Hann er allt annað en sáttur með fjögurra leikja landsliðsbann sem Messi var úrskurðaður í.

Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann með landsliði Argentínu fyrir orð sem hann lét falla við aðstoðardómara í 1-0 sigri liðsins á Síle í undankeppni HM í síðustu viku.

„Ég er ekki mikið fyrir að tala um ákvarðanir FIFA, en mér finnst það algjört hneyksli að Messi hafi fengið fjögurra leikja bann," sagði Pique eftir leik Spánar og Frakklands í gær.

Landsliði Argentínu gengur hræðilega án Messi. Þeir mættu Bólivíu í undankeppni HM í gær og töpuðu þar 2-0 án Messi.

Pique er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt bannið, því lið þeirra, Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner