mið 29. mars 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pires: Wenger mun skrifa undir nýjan samning
Verður Wenger áfram með Arsenal?
Verður Wenger áfram með Arsenal?
Mynd: Getty Images
Framtíð Arsene Wenger, stjóra Arsenal, er óljós. Samningur hans rennur út eftir tímabilið og hafa margir kallað eftir því að hann muni segja þetta gott þegar samningi hans lýkur.

Robert Pires, fyrrum lærisveinn Wenger hjá Arsenal, býst við því að sinn fyrrum stjóri muni skrifa undir nýjan samning.

„Það er mitt mat að hann muni framlengja samning sinn, að minnsta kosti í eitt tímabil í viðbót. Hann er tilbúinn í það," sagði Pires við spænsku útvarpsstöðina Cadena SER.

„Arsene er með tilboð á borðinu. Hann verður að skrifa undir. Hann er með stuðning frá eigandanum. Stuðningsmennirnir vilja samt vinna titilinn og Arsenal hefur ekki verið að gera vel í deildinni."

„Hann verður að halda áfram, og ef hann gerir það, þá verður hann að breyta mörgu. Það er það mikilvægasta fyrir hann og Arsenal. Við munum sjá hvað gerist," sagði Pires að lokum.
Athugasemdir
banner
banner