Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo á topp tíu yfir landsliðsmörk
Ronaldo er kominn með 71 mark.
Ronaldo er kominn með 71 mark.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði í gær sitt 71. landsliðsmark með Portúgal þegar liðið tapaði 3-2 gegn Svíþjóð í vináttuleik.

Ronaldo er nú kominn á topp tíu lista yfir flest landsliðsmörk í sögunni en hann situr í 9-12. sæti listans ásamt þremur öðrum leikmönnum.

Ronaldo hefur skorað 71 mark í 138 landsleikjum með Portúgal á ferli sínum.

Hann á ennþá langt í land með að ná meti Ali Daei en hann skoraði 109 mörk í 149 leikjum með Íran á landsliðsferli sínum.

Flest landsliðsmörk
1. Ali Daei (Íran) 109
2. Ferenc Puskas (Ungverjaland) 84
3. Kunishige Kamamoto (Japan) 80
4. Hussein Saeed (Írak) 78
5. Pele (Brasilía) 77
6. Godfrey Chitalu (Sambía) 76
7. Sandor Kocsis (Ungverjaland) 75
7. Bashar Abdullah (Kúveit) 75
9-12 Majed Abdullah (Sádi-Arabía) 71
9-12. Kiatisuk Senamuang (Tæland) 71
9-12. Miroslav Klose (Þýskaland) 71
9-12. Cristiano Ronaldo (Portúgal) 71
Athugasemdir
banner