mið 29. mars 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez: Ég vil vera hjá liði sem er með sigurhugarfar
Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal.
Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal ef staða liðsins batnar ekki. Samningur hans rennur út eftir næsta tímabil og með hverjum deginum verða meiri líkur á því að Sílemaðurinn muni fara annað.

Þetta tímabil hefur ekki farið sem skyldi hjá Arsenal og því gæti Sanchez róað á önnur mið. Það yrði eins og gefur að skilja mikil blóðtaka fyrir Arsenal, en Sanchez hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu, það er engin spurning um það.

„Ég vil helst vera áfram í borginni, en ég vil líka vera hjá liðið sem er að vinna, sem hefur sigurhugarfar," sagði Sanchez við El Grafico.

„Ég er ánægður í London og ég vona að ég klári samning minn hjá Arsenal. Vonandi getur Arsenal barist um að vinna stóra titla."

„Ég er 28 ára, ég á enn mikið eftir. Ég er leikmaður sem hugsar vel um sjálfan sig," sagði Sanchez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner