Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. mars 2017 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Schweinsteiger til Chicago Fire (Staðfest)
Schweinsteiger er mættur til Chicago.
Schweinsteiger er mættur til Chicago.
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger er genginn í raðir Chicago Fire í Bandaríkjunum, en þetta var endanlega staðfest í dag.

Hann er búinn að fá atvinnuleyfi og verður tilkynntur hjá sínu nýja liði á blaðamannafundi í kvöld.

Schweinsteiger gerir eins árs samning við Chicago og fær fyrir hann 4,5 milljónir dollara, en hann verður einn launahæsti leikmaðurinn í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Schweinsteiger kemur til Chicago frá Manchester United, en hann gæti leikið sinn fyrsta leik hjá nýju liði um helgina gegn Montreal Impact.

„Allir hjá United vilja óska Basti alls hins besta í þessum næsta kafla á ferli sínum," segir í yfirlýsingu frá rauðu djöflunum.
Athugasemdir
banner
banner