Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. apríl 2016 09:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
18 ára til Man Utd á 46 milljónir punda?
Powerade
Renato Sanches er sagður á leið til Manchester United.
Renato Sanches er sagður á leið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Walcott er orðaður við Manchester City.
Walcott er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með kjaftasögur fyrir sumarið.



Roberto Martinez, stjóri Everton, er að missa starfið sitt en stjórn félagsins er að funda um framtíð hans. (Daily Telegraph)

Everton óttast að Ross Barkley fari frá félaginu af Martinez verður ekki rekinn. (Bleacher Report)

Pep Guardiola vill fá Theo Walcott till Manchester City í sumar þegar hann tekur við liðinu. (Evening Standard)

Jose Mourinho hefur fengið loforð þess efnis að hann fái að taka við Manchester United í sumar. (Sun)

N'Golo Kante, miðjumaður Leicester, er á óskalista Juventus en félagið vill fá hann til að fylla skarð Paul Pogba ef hann fer annað í sumar. (Talksport)

Claudio Ranieri, stjóri Leicester, vill fá Victor Wanyama, miðjumann Southampton, til að fylla skarð Kante ef hann fer frá félaginu. (Daily Mirror)

Ivan Perisic, miðjumaður Inter, segist vera tilbúinn að ræða við áhugasöm félög en hann hefur verið orðaður við Liverpool og Chelsea. (Daily Star)

Manchester United er að kaupa Renato Sanches, miðjumann Benfica, á 46 milljónir punda. Renato er einungis 18 ára gamall. (Daily Mail)

Harry Redknapp verður líklega næsti landsliðsþjálfari Nígeríu. (Daily Star)

Willian, miðjumaður Chelsea, gæti farið til kínverska félagsins Guangzhou Evergrande á 50 milljónir punda. (Daily Mirror)

Newcastle ætlar að fá Kieran Gibbs, vinstri bakvörð Arsenal, í sínar raðir í sumar. (Football Insider)

Leicester þarf að berjast við Manchester United, Chelsea og Arsenal um hinn 16 ára gamla Charlie Coppola sem spilar með Lewes í utandeildinni. (Sun)

Cheick Tiote, miðjumaður Newcastle, segir að Rafa Benitez hafi komið með annað hugarfar í leikstíl liðsins. (Daily Mirror)

Divock Origi þarf ekki að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla sinna og hann gæti náð EM með belgíska landsliðinu. (Liverpool Echo)

Kantmaðurinn Andriy Yarmolenko gæti farið frá Dyanmo Kiev til Liverpool en Everton og Arsenal hafa líka áhuga. (Daily Mail)

Swansea ætlar að reyna að fá Joe Allen aftur í sínar raðir frá Liverpool. (Daily Mail)

Claudio Ranieri fær fimm milljóna punda í bónus ef Leicester verður meistari. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner