Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. apríl 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Börkur spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leicester verður meistari um helgina samkvæmt spá Ásgeirs Barkar.
Leicester verður meistari um helgina samkvæmt spá Ásgeirs Barkar.
Mynd: Getty Images
Fannar Ólafsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, sér um að spá í leikina að þessu sinni en hann verður í eldlínunni gegn Stjörnunni í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á mánudag.



Everton 1 - 2 Bournemouth (14:00 á morgun)
Leikurinn fer 1-2, Stones með tvö skelfileg mistök sem Joshua King nýtir sér.

Newcastle 1 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Sjarmi yfir því að Rafa sé mættur aftur. Leikurinn fer samt 1-1, Mitrovic og Jedinak sjá um markaskorunina.

Stoke 3 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Sóknarherinn hjá Stoke verður í topp standi í þessum leik. 3-0, Arnautovic, Shaqiri og Bojan.

Watford 2 - 0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Watford eru með skemmtilegt lið. Aston Villa eru gjörsamlega glataðir. 2-0 fyrir Watford.

WBA 0 - 2 West Ham (14:00 á morgun)
Bilic og félagar sigla þrem húsum í stig frekar auðveldlega. Andy Carroll skorar eitt.

Arsenal 2 - 0 Norwich (17:30 á morgun)
Ég er hroðalega neikvæður stuðningsmaður Arsenal þessa daganna. En það er eitthvað fallegt að fara gerast á næstustnni fnn það á mér. Þetta verður 2-0 solid sigur hjá mínum mönnum.

Swansea 2 - 2 Liverpool (11:00 á sunnudag)
Gylfi v.s Klopp, þetta fer 2-2. Gylfi með tvö.

Man Utd 0 - 1 Leicester (13:05 á sunnudag)
Leicester vinnur, skrifað í skýjin.

Southampton 1 - 3 Man City (15:30 á sunnudag)
Hörkuleikur sem City vinnur. Shane Long skorar samt fyrir Southampton, það er 110%.

Chelsea 1 - 2 Tottenham (19:00 á mánudag)
Tvö leiðinleg lið frá London. Chelsea eru hálf dofnir, Tottenham heldur áfram að þjarma að Leicester. 1-2 fyrir Tottenham.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Bogi Ágústsson (5 réttir)
Hannes Þór Halldórsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Haraldur Örn Hannesson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (4 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Fannar Ólafsson (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner