fös 29. apríl 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Blanc ver leikmenn PSG sem fóru í frí til Vegas
Mynd: Fótbolti.net
Laurent Blanc, þjálfari Frakklandsmeistara PSG, telur að lærlingar sínir sem fóru til Las Vegas í þriggja daga fríi hafi ekki gert neitt rangt.

Blanc gaf leikmannahópnum þriggja daga frí eftir sigur á Lille í franska deildabikarnum, en þetta er þriðja árið í röð sem PSG vinnur bikarinn.

Leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Javier Pastore, David Luiz, Angel di Maria og Marco Veratti notuðu fríið til að skella sér til Vegas og hafa verið gagnrýndir fyrir það í frönskum fjölmiðlum.

„Leikmenn mínir gera það sem þeir vilja í fríinu sínu. Ég gaf þeim þriggja daga frí og þeir geta notað það eins og þeim sýnist," sagði Blanc.

„Þetta á ekki að vera neitt vandamál, ég á ekki að þurfa að tjá mig um hvað leikmenn mínir gera í frítíma sínum. Þetta er þeirra frí og þeir mega gera það sem þeir vilja."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner