fös 29. apríl 2016 20:48
Arnar Geir Halldórsson
Championship: Úrvalsdeildarsætið í hættu hjá Boro eftir jafntefli
Nær Boro að enda í efstu tveim?
Nær Boro að enda í efstu tveim?
Mynd: Getty Images
Birmingham 2 - 2 Middlesbrough
1-0 Gleeson ('33 )
1-1 Jordan Rhodes ('40 )
1-2 Gaston Ramirez ('57 )
2-2 David Davis ('68 )

Middlesbrough heimsótti Birmingham í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni en Boro er í hörkubaráttu við Burnley og Brighton um efstu tvö sæti deildarinnar. Næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram um helgina.

Heimamenn komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik en markamaskínan Jordan Rhodes var fljótur að jafna fyrir gestina.

Gaston Ramirez kom Boro svo yfir á 57.mínútu en David Davis náði að jafna fyrir heimamenn níu mínútum síðar.

Úrslitin þýða að Brighton og Burnley geta komið sér á toppinn fyrir lokaumferðina, takist þeim að sigra Derby og QPR á sunnudag.

Leikmenn Boro geta þó huggað sig við að dæmið er enn í þeirra höndum því Brighton og Middlesbrough mætast í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner