fös 29. apríl 2016 11:00
Elvar Geir Magnússon
De Biasi líklega næsti þjálfari Ítalíu
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnusambandið er í viðræðum við Gianni De Biasi sem mun fá fjögurra ára samning samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

Antonio Conte, þjálfari ítalska landsliðsins, hættir í sumar til að taka við stjórnartaumunum hjá Chelsea.

Gianni De Biasi er núverandi landsliðsþjálfari Albaníu og vann það afrek að vera fyrstur til að koma liðinu í lokakeppni stórmóts en Albanía verður með á EM í sumar.

Hann er fyrrum stjóri Udinese og Torino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner