Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. apríl 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Verður Leicester meistari á Trafford?
Kasper Schmeichel getur fetað í fótspor föður sins með að vinna Englandsmeistaratitil á Old Trafford, þó það sé með öðru liði.
Kasper Schmeichel getur fetað í fótspor föður sins með að vinna Englandsmeistaratitil á Old Trafford, þó það sé með öðru liði.
Mynd: Getty Images
Nú styttist óðfluga í lokaumferð tímabilsins þar sem félög í ensku úrvalsdeildinni eiga ýmist þrjá eða fjóra leiki eftir.

Leicester City getur tryggt sér sögulegan Englandsmeistaratitil þegar liðið heimsækir Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn.

Leicester þarf aðeins þrjú stig úr þremur síðustu leikjum sínum til að tryggja sér titilinn og getur því gert það þessa helgi, næstu á heimavelli gegn Everton eða þarnæstu á Stamford Bridge.

Fallbaráttan fer fram á laugardaginn þar sem Sunderland, Newcastle og Norwich spila við Stoke, Crystal Palace og Arsenal.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fá Liverpool í heimsókn á sunnudaginn og þá á Manchester City útileik gegn Southampton.

Síðasti leikur helgarinnar fer fram á Stamford Bridge, þar sem Chelsea tekur á móti Tottenham. Tottenham verður að vinna leikinn til að eiga áfram stærðfræðilega möguleika á titlinum, en þarf um leið að treysta á að Leicester vinni ekki á Trafford.

Laugardagur:
14:00 West Brom - West Ham (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Stoke City - Sunderland (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Newcastle - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 5)
14:00 Watford - Aston Villa (Stöð 2 Sport 6)
14:00 Everton - Bournmeouth (Stöð 3)
16:30 Arsenal - Norwich (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
11:00 Swansea - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
13:05 Man Utd - Leicester (Stöð 2 Sport 2)
15:30 Southampton - Man City (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
19:00 Chelsea - Tottenham (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner