Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 29. apríl 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Napoli og Roma í meistaradeildarbaráttu
Getur Napoli haldið 2. sætinu og komið sér beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar?
Getur Napoli haldið 2. sætinu og komið sér beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar?
Mynd: Getty Images
Lokakafli ítölsku efstu deildarinnar er gríðarlega spennandi þar sem öll félög eiga þrjá leiki eftir. Fallbaráttan er hörð og þá er enn verið að berjast um sæti í Evrópukeppnum.

Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese taka á móti Torino á laugardaginn áður en Fiorentina heimsækir Chievo, en mikilvægu leikirnir byrja á sunnudaginn þegar fallbaráttulið Carpi heimsækir Ítalíumeistara Juventus.

Carpi getur svo gott sem tryggt sæti sitt í deildinni með sigri en liðið er í bullandi fallbaráttu ásamt Palermo og Frosinone sem eiga leiki við Sampdoria og Milan.

Lazio mætir svo Inter í lokaleik sunnudagsins, en Lazio siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar á meðan Inter getur tryggt sæti sitt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með sigri.

Þá eru tveir sunnudagsleikir á dagskrá þar sem meistaradeildarbaráttan á milli Napoli og Roma er í aðalhlutverki. Roma heimsækir Genoa og getur komist yfir Napoli á stigum með sigri, en að leikslokum hefst viðureign Napoli gegn Atalanta sem gefur þeim ljósbláu tækifæri á að endurheimta annað sætið.

Annað sæti deildarinnar gefur þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan þriðja sætið veitir rétt til að taka þátt í undankeppninni.

Laugardagur:
16:00 Udinese - Torino
18:45 Chievo - Fiorentina

Sunnudagur:
10:30 Juventus - Carpi (Stöð 2 Sport 3)
13:00 Milan - Frosinone (Stöð 2 Sport 3)
13:00 Palermo - Sampdoria
13:00 Sassuolo - Verona
13:00 Empoli - Bologna
18:45 Lazio - Inter (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
17:00 Genoa - Roma
19:00 Napoli - Atalanta (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner