Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. apríl 2016 21:27
Arnar Geir Halldórsson
Lánssamningi Victor Valdes rift
Valdes staldraði stutt við í Belgíu
Valdes staldraði stutt við í Belgíu
Mynd: Getty Images
Lánsdvöl Victor Valdes hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Standard Liege er á enda eftir þriggja mánaða veru spænska markvarðarins í Belgíu.

Tilkynnt var um þessa ákvörðun á heimasíðu Standard í kvöld en Valdes lék átta leiki með Standard Liege, þar á meðal bikarúrslitaleik sem vannst.

Valdes glímir við smávægileg meiðsli sem stendur og var það hluti af ástæðunni fyrir því að Standard ákveður að láta hann fara.

„Í ljósi þess að við höfum ákveðið að gefa ungum leikmönnum tækifæri í lok mótsins og sú staðreynd að eftirfarandi leikmenn eru ekki leikfærir vegna meiðsla hefur félagið ákveðið að segja upp lánssamningum Victor Valdes og Ioannis Maniatis. Standard Liege þakkar þeim báðum fyrir allt sem þeir gáfu félaginu, þá sérstaklega bikarsigurinn, og óskar þeim velfarnaðar á sínum ferli," segir í tilkynningunni.

Valdes heldur því aftur til Manchester enda er hann samningsbundinn Man Utd þangað til í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner