Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. apríl 2016 17:45
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man Utd og Leicester
Mynd: Guardian
Leikur Manchester United og Leicester á sunnudag gæti orðið sögulegur. Ef Leicester vinnur leikinn innsiglar liðið enska meistaratitilinn.

Manchester United vill spilla gleðinni enda í baráttu um fjórða sætið í deildinni.

Jamie Vardy heldur áfram að afplána leikbann sitt og verður ekki með Leicester.

Manchester United gæti teflt fram sama liði og vann Everton í undanúrslitum enska bikarsins um síðustu helgi.

Luke Shaw, Bastian Schweinsteiger og Will Keane eru enn fjarri góðu gamni.

Leicester er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stiga forystu á toppnum en United er í fimmta sæti, fimm stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sæti. United á leik inni á Arsenal.

Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner