Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. apríl 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona: Viðbjóðslegt að Conte taki við Chelsea
Maradona er fullur af visku sem hann deilir óspart með knattspyrnuheiminum.
Maradona er fullur af visku sem hann deilir óspart með knattspyrnuheiminum.
Mynd: Getty Images
Diego Maradona segir það vera viðbjóðslegt og til skammar að Antonio Conte, landsliðsþjálfari Ítalíu, taki við Chelsea í sumar.

Samningur Conte við ítalska landsliðið rennur út eftir EM 2016 og er hann þegar búinn að samþykkja samningstilboð frá Chelsea.

Maradona gaf engar frekari útskýringar á skoðunum sínum varðandi þetta mál.

„Það sem gerðist er viðbjóðslegt! Að ítalski landsliðsþjálfarinn sé búinn að skrifa undir hjá Chelsea finnst mér vera til skammar," sagði Maradona áður en hann byrjaði að hrauna yfir argentínska knattspyrnu.

„Þetta eru hræðilegir tímar fyrir argentínska boltann. Það eru engir leikmenn hér sem ég get mælt með fyrir ítölsk félög.

„Í gær sá ég risaslaginn milli Boca Juniors og River Plate en þetta leit út eins og Serie B leikur. Gæðin í boltanum hér hafa snarlækkað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner