fös 29. apríl 2016 15:26
Magnús Már Einarsson
Markmannsþjálfarinn fær leikheimild með Fylki
Jóhann Ólafur Sigurðsson.
Jóhann Ólafur Sigurðsson.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Jóhann Ólafur Sigurðsson, markmannsþjálfari Fylkis, hefur fengið leikheimild með liðinu.

Ólafur Íshólm Ólafsson hefur verið eini markvörðurinn hjá Fylki í vetur og liðið er ennþá í leit að markverði.

„Áttu hanska eða? Ef þú þekkir einhvern sem á hanska, þá vantar okkur einn markmann," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, léttur í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Jóhann Ólafur spilaði síðast með Selfyssingum í 1. deildinni árið 2013.

Hann tók við sem markmannsþjálfari hjá Fylkis í vetur og verður væntanlega til taks á bekknum í fyrsta leik liðsins gegn Stjörnunni á mánudag.

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner