Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 29. apríl 2016 15:41
Magnús Már Einarsson
Markvörðurinn Derby kominn með leikheimild með ÍBV
Mynd: ÍBV
Markvörðurinn Derby Carillo hefur fengið leikheimild með ÍBV sem þýðir að hann er löglegur fyrir leikinn gegn ÍA í Pepsi-deildinni á sunnudag.

Derby samdi við ÍBV í febrúar en langan tíma hefur tekið fyrir hann að fá atvinnuleyfi og leikheimild.

Derby spilaði með ÍBV í æfingaleik gegn Breiðabliki á sunnudag og hann er nú kominn með leikheimild fyrir 1. umferð Pepsi-deildarinnar.

Derby á 11 landsleiki fyrir El Salvador og því samlandi Pablo Punyed sem kom til ÍBV frá Stjörnunni í vetur.

Hinn 28 ára gamli Derby hefur spilað 82 deildarleiki í Bandaríkjunum og El Salvador á ferlinum.

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner