Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. apríl 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Pellegrini pirraður - Fær minni hvíld en Real Madrid
Ekki kátur.
Ekki kátur.
Mynd: EPA
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, er pirraður yfir því að ekki hafi verið hægt að flýta leik liðsins gegn Southampton.

Manchester City heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag áður en liðið mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag.

Real Madrid mætir Real Sociedad á morgun og fær því einn auka dag til undirbúnings miðað við Manchester City.

„Ég skil ekki af hverju við getum ekki spilað einum degi fyrr. Af hverju getum við að minnsta kosti ekki verið í sömu stöðu og Real Madrid?" sagði Pellegrini.

„Við erum að spila fyrir hönd Mancheter City í Meistaradeildinni en líka fyrir hönd Englands. Þú vilt ekki gefa hinu liðinu forskot."

David Silva, leikmaður Manchester City, verður ekki með í komandi leikjum en Pellegrini staðfesti í dag að hann verði frá keppni í tvær til þrjár vikur vegna meiðsla aftan í læri.
Athugasemdir
banner
banner
banner