banner
   fös 29. apríl 2016 10:52
Örn Þór Karlsson
Platini í dómssalinn á ný
Það er orðið langt síðan að Platini fór á fótboltaleik.
Það er orðið langt síðan að Platini fór á fótboltaleik.
Mynd: Getty Images
Áfrýjunarmál Michel Platini verður í dag tekið fyrir í Íþróttadómstólnum í Lausanne í Frakklandi.

Platini og fyrrum forseti FIFA, Sepp Blatter, voru á síðasta ári dæmdir í bann sem útilokaði þá frá knattspyrnu eftir að þeir voru fundnir sekir um brot á siðareglum FIFA. Platini og Blatter eru taldir samtals hafa þegið yfir 2 milljónir dollara í mútugreiðslur.

Bæði Platini og Blatter töpuðu fyrri áfrýjun sinni gegn banninu en það var stytt úr 8 í 6 ár. En Platini hefur ákveðið að fara með málið fyrir gerðardóminn.

Ákvörðun gerðardómsins ætti að koma snemma í næstu viku.

Þeir þrír dómarar sem dæma fyrir hönd gerðardómsins eiga að öllum líkindum eftir að horfa á mál Platini í nýju ljósi.

Eftir að siðanefnd FIFA og áfrýjunarnefndir höfðu rannsakað mál Platini sögðu nefndirnar að ekki væru næg sönnunargögn til að staðfesta að þeir hefðu þegið mútugreiðslur en þessar greiðslur væru sönnun á að bæði Platini og Blatter misnotuðu vald sitt.

Blatter mun líklega mæta fyrir dóminn sem vitni og staðfesta að greiðslurnar sem Platini þáði væru hluti af samningi hans.

Það verður spennandi sjá hvort að Platini fái banni sínu aflétt en fyrir bannið var Platini talinn líklegastur til að taka við keflinu af Sepp Blatter sem forseti FIFA.




Athugasemdir
banner
banner